ég hef verið að glíma við smá vandamál í dag. Ég er með menu applet sem ég set inn í eina sellu. Appletið stækkar og minnkar eftir hvernig er valið er innan þess. Síðan er ég með bakgrunnsmynd sem “tælast” og er ég að reyna að hafa hana undir appletinu þannig að þegar það er í minnstu stellingu þá sér maður bakgrunninn en ekki appletið, þ.e. mynd sem er þverskurður af appletinu. Vandamálið er hinsvegar það að appletið fer “undir” bakgrunnsmyndina og hverfur þá appletið. Ef einhver er að skilja mig má hann kommentera á þetta. Ég er líka búinn að prófa að setja þetta inní styles en það virkar ekki heldur.

DON
———————————–