Ég var að gerast svo frægur að skrá mig á www.blog.is. Hef hugsað mér að prófa að nota það kerfi, enda eru samtengingar við aðra bloggara mjög öflugar.
En ég er líka með heimasíðu og var að spá í að nota RSS-ið af blogginu mínu til þess að birta á henni. Ég er að nota php.

Hafið þið gert þetta? Ég var aðeins að leita fyrir mér á Google en náði þessu ekki alveg. Var helst að leita að góðu dæmi sem ég gæti modifiað.

Öll aðstoð vel þegin :)