Sælir Hugamenn
Ég hef nú hingað til gert mínar vefsíður sjálfur og ekki stuðst við tilbúin kerfi. Nú er ég hins vegar þátttakandi í að halda úti síðu sem notar Wordpress (ekkert voðalega skemmtilegt kerfi finnst mér).
Ég er í smá böggi. Það eru nokkrir færsluflokkar og mig langar að stilla WP þannig að einungis einn flokkur birtist á forsíðunni, en ekki allir. Hafið þið hugmynd um hvernig og hvar má gera þetta?