Ég er að skrifa vefsíðu þar sem þú þarft að vera skráður notandi
til þess að geta nýtt þér síðuna til fulls, þetta er allt
tilbúið nema nú er ég að vinna í smáatriðunum sem oft geta skipt
miklu.

Gestir velja sér notendanafn, og í nýskráningunni þá vill ég að
php fari yfir notendanafnið sem gesturinn valdi sér, og eyði
öllum ólöglegum stöfum og merkjum (!“#.. þðæ..). Ég fann
str_replace á php.net :

$notendanafn = str_replace(” “,”_",$notendanafn);

þetta fyrir ofan ætti til dæmis að skipta út öllum auðum bilum
og setja _ í staðinn, en ég vill ganga lengra..

þeir stafir sem eiga að vera löglegir eru:

q w e r t y u i o p a s d f g h j k l z x c v b n m 1 2 3 4 5 6 7 8 9 0 _ -

og ef ólöglegir stafir eru í breytunni þá breytast þeir í _

Vonandi að einhver af ykkur skiljið mig, og geti hjálpað mér :)