Ég er með Win XP og fasta IP og var að reyna að troða upp FTP server. Ég notaði Bulletproof FTP server og gerði account og connectaði hann á netið. Síðan reyndi vinur minn að connecta hann. Það tókst ekki. Þá fór ég að pæla hvort þetta gæti verið Firewallinn (zone Alarm) en hann virkaði alveg þegar ég var með Win2k og allir gátu þá connectast serverinn. Ég prufaði að loka því en ekkert virkaði, ég prufaði að hafa það uppi en á minnsta security level en ekki virkaði það.
Síðan prufaði ég að gá hvort ég gæti connectast serverinn frá minni tölvu. Prufaði Ws ftp og wincommander og bæði virkuðu, hvort sem ég notaðu Localhost eða ip töluna.
Ég fékk síðan 3 aðra einstaklinga til að prufa að connectast en ekkert virkaði.
Er einhver hér sem hugsanlega veit hvað er að og hvað ég get gert til að láta aðra connectast á serverinn ??
<br><br>
kv Steini

-Stál og hnífur er merkið mitt
//Bubbi Mortens
Kv, Steini