Ég er hérna í smáveseni með apache og að nota php basedir á windows based server, en það sem ég þarf að gera er að gefa grænt ljós á 3 foldera, nema bara það að ég er engin rosalegur windows maður og hef þessvegna enga hugmynd hvernig það á að ganga fyrir sig.

Eins og er hefur kóðinn verið svona en alltaf hef ég fengið villu.

php_admin_value open_basedir "C:/Program Files/xampp/htdocs/www/:C:/Program Files/xampp/tmp/:C:/Program Files/xampp/htdocs/passkeys

En útaf einhverjum skemmtilegum ástæðum þá kemur bara error þarna, veit einhver hvaða formerki eða eitthvað álíka ég þarf að setja þarna til að hún skilji hverja möppu fyrir sig en ekki þessar 3 möppur sem eina?