Halló!
Ég hef verið að leika mér undanfarið við að fikta í html og búa til heimasíður í sínu einfaldasta formi. Nú langar mig að fara aðeins lengra. Ég hef verið að leita mér upplýsinga á netinu um php en ég finn hvergi einhvern complete idiotproof beginners guide. Málið er það að ég hef enga reynslu af forritun. Alls staðar byrja leiðbeiningarnar voða sakleysislega en svo koma heilar málsgreinar sem ég skil ekki :/ Hvar á ég að byrja? Vitiði um einhver námskeið á netinu eða kennslusíður fyrir php? Á ég kannski að byrja í einhverju öðru forritunarmáli? Hverju þá?

Með von um góð viðbrögð,
Baldvin