Góða kvöldið

Ég keypti mér um daginn Dell XPS 1210, og er þetta svona mini fartölva, 12“ skjár og mjög nett vél.
Seinna þegar ég ætlaði að fara nota hana til forritunar þá var hinn frægi forritunartakki sem býður uppá ”<“ og ”>" ekki á lyklaborðinu. Fór ég þá á netið og las mig nánar um þetta og 101 lykla lyklaborð er víst lágmarkskröfur fyrir það, en 102 býður uppá þennan hnapp. Ég nota þetta svosem ekki mikið í forrituninni sjálfri en þegar ég þarf að nota html og í asp þá er þetta algjört must og ég bara verð að fá þetta og helst á sem þægilegastan máta. Er einhver hér sem lenti í sama og reddaði sér, eða þá að þú veist hvernig hægt er að redda þessu, t.d. forrit sem þú getur notað ctrl+ eitthvað til að nýta þetta.

Öll hjálp er vel þegin :)

Kristinn