Það eru margir búnir að vera pæla í afhverju height virkar ekki í IE 6 og margir eru búnir að vera svara.

Þeir segja meðal annars að það verði að vera eitthvað inn í töflunni og að ef maður ætli að hafa töflu sem er með height 100% verði maður að passa að hún sé ekki innan töflu sem með fasta hæð. Allt gott og blessað.

Ég er búinn að vera aðeins að kynna mér þetta og mæli með að þið kíkið á http://bergur.is

Þarna er tafla beint undir body-inu, ekkert yfir henni. Það er efni inn í töflunni (mynd). En breytir ekki neinu máli fyrir IE 6, hann skilur það ekki að ég vilji fá myndina lárétt og lóðrétt í miðjuna.

Akkúrat núna er splash mynd þarna sem ætti að vera í miðjunni lárétt og lóðrétt. Ég setti <table height=“100%”> og ég ætla að leggja áherslu á að það er ekkert yfir henni og efni inn í henni. Þanni að skv. svörunum sem aðrir eru búnir að fá hér á huga, ætti þetta að virka.

Ég talaði við félaga minn sem er með IE 6 að kíkja á síðuna og hann sagði mér að myndin sé efst á síðunni. Þá ákvað ég að setja inn í CSS height:100% og table-layout:auto til þess að prófa hvort það virkaði, en nei nei.

IE 6 notendur endilega látið mig vita ef hún birtist í miðjunni lóðrétt og lárétt.

Mín tilgáta er sú að IE 6 styðji ekki height.
Hvað segir fólk við þessu?<br><br>kv.
ask | <a href="http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a