Ég er að reyna að lágmarka spam póst sem berst af þeim síðum sem ég sé um. Ég er búinn að útbúa Javascript kóða sem birtir emailið án þess að það komi fyrir í source.

function postur(fyrri,seinni)
{
	document.write("<a href=\"mailto:" + fyrri + "@" + seinni + "\">" + fyrri + "@" + seinni + "</a>")
	}

Til þess að nota þetta þarf einfaldlega að kalla á fallið postur eins og hér:

postur("david","althingi.is")

og þá birtir vefskoðarinn þetta sem venjulegt mail

<a href="mailto:david@althingi.is">david@althingi.is</a>

Ég hef lent í smá vandræðum með online WYSIWYG editorinn þar sem hann triggerar alltaf 403 villu þegar script er inni í kóðanum. Hugmyndin er því að hafa mailið inni á eðlilegan hátt og breyta því svo yfir í Javascript þegar kóðinn er sóttur og birtur.

Til þess þarf ég fall sem finnur e-mail í streng og skilar því í sér streng. Hvernig fer ég að því?