Sælir allir, ég var að leika mér að mixa smá visitor counter í PHP (mitt fyrsta php verk) og er með svona cookie sem kemur víst í veg fyrir að þetta breytist í hit counter og telji öll refresh-in með ofl.

setcookie(“simplecount”,“Counted!”,time()+66600000);

svona hljómar þetta, og þar sem ég gerði þetta upp úr tutorial þá skil ég þetta ekki alveg.

En það sem mig langar að gera er að hann resetti sig kanski á 24 tíma fresti. Ég veit ekki alveg hvernig fólk hefur svona, er algengt að maður hafi þetta bara þannig að hann resettar aldrei? Endilega varpið ljósi á fáfræði mína :)