Já einmitt það heyrði ég að það væri svæðisbundið við hvað margir á sömu spennistöð væru að nota þetta, en eru það öll þessi hús sem eru út um allan bæinn (allaveganna hér í Fossvoginum) eða litlu kassarnir sem eru oftast við íbúðargötur upp við ljósastaura..
Kosturunn er ótvíræður að þetta er ekki dýr tækni, eina sem þú þarft er rafmagntengill…já eftir að það er búið að fiffa eitthvað við inntakið í húsinu þá áttu að geta tengt tölvuna við hvaða rafmagnstengi í húsinu og skellt þér á netið.
+
Mánaðargjaldið er víst 4000 kall og er það vægast sagt ekki mikið miðað við 4,5mb tengingu sem gerist í dag.