Ég er að fara af stað að búa til vefsíðu fyrir kunningja minn. Síðan veðrur líklega nokkuð hefðbundin að mestu leyti. Á einum stað vill hann þó hafa mynd af íbúð og þar á að vera hægt að smella á hluta íbúðarinnar til að fá nánari upplýsingar. T.d. smella á eldhúsið og þá opnast sá hluti o.s.frv.

Nú er ég að spá, er ekki besta lausnin á þessu að klippa myndina af íbúðinni í hluta og nota svo hvern hluta sem link? Og setja þetta í eina töflu?

Ég var að skoða www.bjarki.is og tók eftir að forsíðan er unnin á svipaðan hátt, nema þar eru myndhlutarnir ekki notaðir sem linkar. (BTW hvers vegna í ósköpunum er forsíðumyndin klippt upp í marga hluta???)

Er einhver hér á svæðinu sem hefur sett upp svipaða síðu eða hefur tillögu/skoðun á hvernig best er að gera þetta?