Í tilefni af því að á forsíðunni er könnun um hvort Hugi þurfi “andlitlyftingu” langar mig að heyra hvað ykkur finnst vanta og betur fara. Ég held að allir geti verið sammála um að Hugi er orðinn gamall og lúinn og þarf virkilega á góðu redesigni að halda.

Þá er ég ekki bara að tala um nýja liti og útlitsbreytingar heldur þarf virkilega að taka til hérna og líta til þeirra breytinga sem hafa orðið undanfarið í netheiminum. Hugi mætti líta til allra social network síðnanna sem hafa verið að spretta upp undanferið og keppast nú allar við að verða næsta MySpace.

Það sem ég vill sjá er að sjórnendur og vefsjóri opni vefinn meira og láti notendur algjörlega um að ákveða hvaða áhugamál og annað efni þeir kjósa að stofan til og tala um. Síðan mín og bloggið mitt ætti að vera ein síða t.d .. þar sem væri hægt að sjá allt um viðkomandi notenda, áhugmál og allt það efni sem til er.

Svo þarf auðvitað að koma með flottar og betra útli, hreinsa upp kóðann og gera þetta aðgengilegt og staðlað.

What do you think?