Ég er að nota KTML Lite (sjá frekar) til þess að leyfa notendum á síðu sem ég sé um að setja inn efni. Þetta er nú ekkert sérstaklega fullkomið system en virkar ágætlega. M.a. er inni í þessu upload kerfi fyrir myndir.
En ég hef tekið eftir því að þegar ég nota KTML til þess að setja inn myndir, þá setur það inn svona kóða:
<img src="mynd.jpg?0.6619548149283544" />
Ég er að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum verið er að setja þessa breytu inn. Ég hef prófað að taka hana manually út og það breytir nákvæmlega engu. Ég get ekki séð hvert hún fer eða hvað tekur á móti henni.

Ef það er einhver sem hefur hugmynd um þetta, þá eru allar ágiskanir vel þegnar :-)