Ég vil endilega skora á alla að skrifa um uppáhalds editorinn sinn, (eða ritill sem hann hefur mikið vit á).

Ég veit að Flasher hefur verið að verja Frontpage hérna á vefsíðugerðinni og því finnst mér t.d. tilvalið að hann skrifi eitt stykki grein um ágæti Frontpage.

Þeir sem kunna líka eitthvað á UltraEdit (sem er einn snilldar ritill) eða EditiPlus endilega skelliði inn grein. Það er helvíti sniðugt að hafa greinar um þessi forrit.

T.d. þegar newbie kemur hingað inn og spyr hvaða forrit sé best, koma alltaf upp “rifrildi” og byrjandinn veit ekkert hvar hann á að byrja. Þá getur verið fullkomið að benda honum á greinarnar.

Það getur líka verið gott fyrir fólk að víkka aðeins sjóndeildarhringinn og læra aðeins meira um ritlana og afhverju ákveðnu fólki finnst þessi ritill sá besti.

Semsagt þeir sem hafa eitthvað vit á einhverju ákveðnum ritli, endilega skelliði inn grein.<br><br>kv.
ask | <a href="http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a