Ég er búinn að vera að föndra aðeins við RewriteEngine og er kominn með eftirfarandi kóða:
RewriteEngine On
RewriteCond %{REQUEST_FILENAME} !-f
RewriteCond %{REQUEST_FILENAME} !-d
RewriteRule ^([a-z]+)$ $1.php [L]
Það sem þessi kóði gerir er að ef ég skrifa t.d. www.domain.com/frettir, þá sækir hann síðuna www.domain.com/frettir.php. Mig langar til þess að bæta við kóðann þannig að ég geti skrifað www.domain.com/frettir/354 og 354 sé þá sent sem $id (www.domain.com/frettir.php?id=354). Það er samt mikilvægt að kóðinn virki þó $id sé ekki sent, því sums staðar er ekki þörf á því.
Er einhver hér nógu vel að sér í þessum fræðum til þess að geta aðstoðað mig?