Sælir
Eitt af því sem ég þoli ekki er hvað internet explorer getur aldrei skilið neitt þegar kemur að css. Þetta mál hefur verið rætt hér áður en með annað dæmi en ég hef hér núna.

Þetta div box á að ná frá toppi síðunnar til táar og á að haldast þannig þó síðan lengist eða styttist.

Hér er þetta:

#box {
position: absolute;
width: 130px;
height: 100%;
margin: 0px;
padding: 0px;
top: 0px;
bottom: 0px;
background-color: #ccc;
}

<div id=“box”>Boxið</div>

Firefox leysir þetta eins og ég vil að þetta sé leyst en internet explorer er greinilega ekki að höndla height: 100%; svo að hæðin er bara eins og efni boxins leyfir, jafnvel þó það eigi að vera 0px frá botninum….

Hefur einhver ykkar hugmynd um hvernig megi redda þessu svo að þessi internet explorer verði til friðs?