Sæl verið þið.
Ég er búinn að grúska mikið í Mambo/Joomla! undanfarið árið og haft gaman af.
Eins og þeir hafa tekið eftir sem eitthvað eru inní Joomla! samfélaginu eru flest lönd með sitt eigið community í kringum Joomla! kerfið þar sem menn deila t.d. þýddum componentum og modulum o.fl. ásamt forum þar sem fólk getur leitað sér hjálpar ef það lendir í vandræðum við vinnu í kerfinu.
Mig langar að setja upp slíkt samfélag hér á Íslandi en ekki er gaman að fara út í slíka vinnu nema einhver áhugi sé fyrir því á meðal íslenskra notenda.
Þess vegna langaði mig að forvitnast um það hér hvort það væri einhver áhugi fyrir því hérna?
Blezz sagði blob