Nú var verið að opna nýja útvarpsstöð, Muzik FM 88.5 og er hún kölluð fyrsta gagnvirka útvarpsstöðin.

Málið er að þetta er alls ekki fyrsta gagnvirka útvarpsstöðin. Útvarp Verzló var með utvarpid.is í ár og mundi ég kalla það fyrsta gagnvirka útvarpsstöðin á Íslandi. Það voru þrír strákar sem gerðu þessa gagnvirkni á stöðinni og finnst mér að þeir megi eiga þann heiður að hafa verið með fyrsta gagnvirka útvarpið.

SkjárEinn rekur þessa nýju stöð og tók SkjárEinn meira að segja viðtal við strákana fyrir fréttirnar á stöðinni en samt kalla þeir Muzik fyrstu gagnvirku útvarpsstöðina.

Finnst ykkur þetta ekki ósanngjarnt?