Mig vantar að komast í samstarf við færan hönnuð. Geri kröfu um færni í hönnun og að útfæra hönnunina yfir í vefumhverfi (html/css/osfv) þannig að farið sé eftir viðurkenndum stöðlum. Einnig þarf viðkomandi hugsanlega að sjá um útlitshönnun á forritum sem notast ekki við vefumhverfi.

Kostur er ef viðkomandi hafi reynslu af java forritun, en alls ekki nauðsynlegt.

Reynsla er auðvitað kostur einnig, en ég geri engar sérstakar kröfur um slíkt, bara blogg síða með eigin hönnun dugar mér sem portofolio.

Flash væri einnig plús, en aftur ekki nayðsynlegt.

Ég ætla mér ekki að taka viðkomandi á launaskrá, heldur frekar að borga eftir verkefnum, allavega til að byrja með.

Ef þú hefur áhuga, þá endilega sendu mér skilaboð sem inniheldur almennar upplýsingar um þig (nafn, aldur, osfv), sýnidæmi um hvað þú hefur gert, þekkingu þína og taxta.