Jæja, nú leita ég til ykkar með nokkur vandamál sem ég er að kljást við.

Nr1: IIS
Hvernig get í IIS búið til subdomain (eitthvad.nafn.is)
Hvernig get ég séð hvaða undirlén eru til fyrir (ef þau eru fyrir)

Nr2: ASP(VbScript)
Ég er með töfluna frettir í Access, inn í henni eru nokkur field og þar á meðal dags.

Þegar ég prenta út fréttirnar nota ég while not rs.eof, þar undir skrifa ég síðan út hluti eins dagsetningu og texta. Á síðunni geta því margar færslur komið með sömu dagsetningunni.

Nú það sem ég er að reyna gera er að skrifa aðeins út dagsetninguna einu sinni og þá koma bara textar sem eiga við þessa dagsetningu undir hana.

Eruði að skilja?

Nr3: Uppfærslukerfi
Ég er í smá vandræðum með uppfærslukerfið mitt. Málið er að er með nokkrar mismunandi síður á síðunni minni. T.d. er síðan tenglar allt öðruvísi uppbyggð heldur en forsíðan. Þar afleiðandi er taflan í gagnagrunninum allt öðru vísi uppbyggð, t.d. í staðin fyrir field-in titill og texti er tengill og lysing.

En hvernig er það þegar þið eruð að búa til svona uppfærslukerfi, ekki hafiði update/insert síðu fyrir hverja einustu síðu á vefnum sem er ekki eins. Eins og í dæminu fyrir ofan, þar sem ég er með síðuna tenglar og síðan forsíðuna þar sem eru fréttir. Ekki þarf ég að búa til tvær mismunandi update síðu. Afþví að í síðunni tenglar geri
rs(“tengill”) = Request.form(“tengill”)
rs.update
En á forsíðunni þyrfti ég að gera
rs(“titill”) = Request.form(“titill”)
rs.update

Eruði að skilja mig.

Jæja þá held ég sé búinn að koma öllu frá mér sem ég þurfti að vita. Ef einhver hefur svör eða hugmyndir við einhverjum af þessum spurningum væri vel þegið að fá þau.

Bestu þakkir<br><br>kv.
ask | <a href="http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a