Ég held úti bloggsíðu og hef gert það nokkuð lengi og þegar ég ætla að blogga þá opna ég bara web editorinn minn og breyti þessu þar.

Mig hefur alltaf langað til að búa bara til eitthvert fréttakerfi til að gera þetta en tel mig ekki hafa náð nógu langt ennþá í php til að fara útí það. Svo að ég fann þetta sniðuga og einfalda fréttakerfi sem að heitir Cutenews og ég er að nota það á einni annari síðu sem að ég held úti en málið með blogg síðuna mína er að það er svartur bakgrunnur og hvítur texti en ekki öfugt eins og cutenews vill hafa þetta.

Get ég breytt þessu í cutenews á einhvern hátt til að fá svartan bakgrunn og hvítan texta???

Eða vitði kannski um eitthað annað svipað kerfi sem að býður uppá það?
Kv. Pottlok