Ég er með innskráningarkerfi sem ég nota fyrir vefumsjónarkerfi. Þegar notandi smellir á “Útskrá” er hann skráður út og svo sendur áfram að aðalsíðu vefsins. Það er gert svona:
echo"<html><head><meta http-equiv=\"refresh\" content=\"0; url=$url_full\"></head><body></body></html>";

Þetta virkar vel í IE en ekki í Firefox. Í Firefox fer síðan einfaldlega á logout.php og stöðvast þar. Er eitthvað sem þið sjáið að þessum kóða?