Hvernig er javascript látið tala milli tveggja glugga.

Ég er ekki að tala um milli tveggja rammasíðna í sama ie glugganum heldur milli tveggja ie glugga.

Segjum sem svo að ég sé með textabox í formi á síðu sem heitir a.html.
Á þessari síðu er linkur sem opnar popup glugga(nýjan vafraglugga). Síðan sem er hlaðið inní hann heitir b.html.
Á síðunni b.html er textabox. Ef notandi slær inn nafn sitt í textaboxið og smellir á hnapp, sem submitar forminu, vill ég að nafnið, sem var slegið inn, skrifist í textaboxið á síðu a.html.

Veit ekki hvernig ég á að útskýra spurninguna betur en vona bara að þið skiljið mig.