Ég las grein í nóvemberblaði Tölvuheims eftir mennina sem eiga Outcome hugbúnað ehf. Greinin heitir Vefsetrið endurbætt, uppsetning vefstra með CSS. Í greininni kemur ýmislegt áhugavert fram varðandi CSS en eitt af því var url endurskrift. Fram kemur:
Með CSS er hægt að setja fram sýndarslóðir eins og http://www.vefsetur.is/starfsmenn í staðinn fyrir ofurlanga og flókna slóð

Mig langar að spyrja, þar sem það kom ekki fram í greininni né hvar upplýsingar um það væri að finna, hvernig þessi URL endurskrift er framkvæmd þar sem ég sé fram á að geta nýtt mér þessa frábæru þjónustu.

kveðja
maxbox