Svo virðist sem að FireFox og IE leyfi cookie arrays en bara upp að vissu marki. Þ.e.a.s. að þeir leyfi bara ákveðið marga keys/values í hverjum array. Ég taldi að hámarkið væri 43 í FireFox en einungis 16 í IE.

Þegar FireFox fer upp í hámarkið, hættir hann bara að setja kökurnar. En IE skiptir bara út síðustu kökunni og þeirri nýju.

Mjög óþægilegt nú þegar ég er með síðu með mörgum færslum og þegar einhver skoðar færslu, vistar hún köku. Það þýðir að hann hafi lesið allar athugasemdirnar. Sem sagt blog_comments[x] (x = id færslu) og value'ið bara current time (UNIX timestamp). Svo ber script saman hvort að það sé komin ný athugasemd, miðað við kökuna með dagsetningunni.

T.d. blogg_comments[1] => 1132934225, blogg_comments[2] => 1132934241 o.s.frv.

Núna er ég alveg ráðalaus hvernig ég eigi að gera þetta víst að FireFox og IE blocka þetta upp að vissu marki. Eruði með einhverjar hugmyndir?
Gaui