ég er með svona lítið sætt fréttakerfi þar sem notandi getur skráð inn frétt í venjulegt form sem sendir svo upplýsingarnar og vistar í MySQL gagnagrunni.

Málið er það að ég kann ekki að láta þetta virka almennilega, það gerist nefninlega að ef ég skrifa eftirfarandi texta:

lína eitt

lína tvö

lína þrjú

… með þessum bilum, að þá birtist bara á síðunni sem sækir fréttina uppúr grunninum:

lína eitt lína tvö lína þrjú

… engin línubil… allt í einum graut !!!

Hvað þarf maður að gera til þess að þau bil sem notendur hafa í textaboxi komist til skila þannig að textinn sé með þeim línubilum þegar hann er loks sóttur og birtur á fréttasíðunni.

með von um skjót svör…