Ég er í vefnefnd NFF (Nemendafélag Flensborgar) og er þess vegna að endurgera síðuna. Það á að vera löngu búið en vegna vandamála með hýsiguna og fleira hefur hún ekki enn komist í gagnið (góð afsökun?)

Ég er búinn að gera tvö útlit, sem mér finnst hvorugt nógu flott. Það seinna hefur, að mínu mati, þó nokkurn “pótensíal” sem ég næ ekki út úr því. Ég get gert (næstum) hvað sem ég vil á vefnum en hef ekki hugmyndaflugið eða kunnáttuna í að finna það flotta, nema með heppni.

Þetta var innblásið af dagblöðum og það á að koma banner í staðinn fyrir <h1>NFF.is - Nemendafélag Flensborgar</h1>

Ég hef undanfarið verið á þvílíkum bömmer út af þessu og ekki skánar það þegar ég kíki á fáviti.is (Nemendafélag FÁ) sem mér finnst mjög flott og vel gerð.

Hvaða breytingar leggið þið til svo að vefurinn sæmi flottu nemendafélagi?

Er síðan kannski flott og ég með of miklar kröfur á mig?