Sælir hugarar.

Seinustu daga hef ég verið að útbúa myndaalbúm fyrir netið. Hef að mestu lokið við það en vantar eitt atriði.

Albúmið er gert fyrir marga notendur og vil ég þvi að hægt sé að sjá albúm hjá hverjum og einum með svona link “www.album.is\notandi1” frekar en “www.album.is\default.asp?album=notandi1”, sem sagt eins og allir nota þetta en ég hef bara ekki enn fundið hvað þetta kallast eða hvernig kóðun þetta sé.
En ég notast við Asp og Mssql.
Væri frábært ef einhver gæti aðstoðað mig með þetta.

Takk
Garðar Þ.