Allt er hægt ;)
Þú getur t.d. búið til tvær textaskrár, users.txt og news.txt (t.d).
Síðan býrðu til nokkur föll, væri fínt reyndar að búa til jafnvel 2 klasa utan um þetta ;)
klasi #1 sér um að höndla users.txt. Þ.e. að skoða notendur (t.d. innskráningar), bæta við notendum, breyta notendum og eyða notendum.
klasi #2 sér um að höndla news.txt. Þ.e. að skoða fréttir, bæta við, breyta og eyða ;)
Þetta er svaka beisikk… En samt eitthvað sem hægt er að prófa… Mjög gott til að æfa sig í að nota textaskjöl sem gagnageymslu.
“If it isn't documented, it doesn't exist”