AJAX eða Asynchronous Javascript and XML er hugtak sem lýsir aðferðafræði til að smíða vefsíðuforrit, eða vefsíður þar sem hægt er að ná í gögn og framkvæma aðgðerðir án þess að endurhlaða síðunni. AJAX er ekki ný tækni heldur gömul tækni í nýju samhengi. Um er að ræða samsuðu á XHTML, CSS, DOM, XML, XSLT og Javascript þar sem XMLHttpRequest hlutur er notaður til að sækja gögn annarstaðar frá.

Ég er búinn að vera að velta þessari tækni svolítið fyrir mér. Þetta er mjög kúl (gmail, google maps, google suggest, orkut, flickr og a9 frá amazon eru dæmi um hugbúnað gerðan með tækninni) og mig langar mikið að læra eitthvað á þetta.

Þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort hér væri einhver sem hefði notað þetta í einhverju sem þeir hafa gert… Og vildu kannski vera svo góðir að deila því með manni.
“If it isn't documented, it doesn't exist”