Hvert snýr maður sér ef maður vill láta birtast á síðu sinni yfirlit yfir nýjustu fyrirsagnir á síðum með fréttaefni, t.d. mbl.is, visir.is, cnn.com osfrv. Þá er ég að meina þannig að scriptið virki þannig að ég þurfi ekki að fylgjast með þessu sjálf, fréttirnar uppfærast á minni síðu um leið og þær uppfærast hjá þeim aðilum sem ég er tengd.

Það eina sem mér dettur í hug er að það sé t.d. til eitthvað PHP script sem maður getur notað til að sækja þessi gögn frá aðilunum. Veit bara ekki hvar maður á að fá það gefið upp? Þið sjáið t.d. hjá www.mi.is að þeir eru með nokkrar svona “headlines” í mism. flokkum.

Endilega látið mig vita ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta

ps. veit einhver hvernig maður nálgast upplýsingar um hitastig og veðurfar svipað og er vinstra megin á forsíðu visir.is ?