Nú veit ég ekki hvort þetta er rétti staðurinn til að spyrja um þetta, en mig langaði að vita hvort einhver kann góða leið, eða veit um gott forrit, til að breyta html kóða yfir í pdf skjal. Þá er ég líka að tala um css (eða allt sem að venjulegur vafri getur birt).

Af minni takmörkuðu þekkingu á PostScript þykist ég vita að þetta ÆTTI að vera mögulegt, jafnvel ekki of erfitt, ef réttu tólin eru fyrir hendi.