Ég er búinn að vera að baukast við að búa til leiðakerfi á síðu sem ég er að dunda mér við. Þá er ég að tala um kerfi þar sem hægt er að bæta við undirtenglum og svo aftur undirtenglum o.s.frv.
Ég er að nota php og MySQL.
Er einhver sem getur bent mér á tilbúinn kóða sem ég get notað til hliðsjónar? Ég er reyndar að verða kominn með minn eiginn, en ég er hræddur um að hann eigi eftir að vera slow.