Mér var svona að detta það í hug hvort það væri ekki fólk hérna sem væri til í að skrifa um vefsíðutólin. Spurningin um hvaða tól eigi að nota kemur reglulega upp. Ég var þá að spá hvort einhver ákveðinn aðili gæti skrifað um Frontpage, annar um Dreamweaver, sá þriðji um Edit Plus og sá næsti um Homesite og svo framvegis. Þá myndi greinin fjalla um kosti og galla, skemmtilega features og svoleiðis.

Með því væru til greinar sem væri hægt að vísa í og maður myndi sjá hvað forritið hefur í yfirburði, það einfaldar fyrir þann sem er að leita að forriti, þú lærir betur á viðkomandi forrit, etc, etc, etc.

Ég veit að Cazper er mikill Dreamweaver maður og að Flasher er eitthvað í Frontpage. (Correct me if i´m wrong).

Er þetta kannski bara rugl og vitleysa í mér?<br><br>kv.
ask