Ég var að pæla í því hvort að það væri hægt að setja index á field í mySQL (eða byggja það í query) þannig að tala sem sá field fengi yrði automatískt hærri en hæsta tala sem fannst í fieldinum áður. Nú dettur ábyggilega einhverjum AUTO_INCREMENT í hug en málið er það að það þarf að vera hægt að overrida þetta, þannig að þessi hæsta tala yrði aðeins sett ef annað er ekki tekið fram (eins konar default pæling).

Til að menn skilji betur hvað ég á við þá er ég að gera spjallborð þar sem category-ið þarf alltaf að vera einni tölu hærra en það síðasta. Það er til önnur lausn á þessu máli en það er að fletta upp hæstu tiltekinni tölu í field í gagnagrunninum, bæta einum við og nota þá tölu í nýjan field á gagnagrunninum. Mér finnst bara eins og það sé einhver reddingarleið á vandamálinu, og sú leið er að sjálfsögðu seinfarnari en sú að láta bara gagnagrunninn gera þetta…