Þessa dagana er verið að flytja vefin yfir á nýjan vélbúnað, hreinsa allan kóða og vinna að hröðun á vefnum. Hluti af hreinsun og hröðun er nýtt útlit. Markmiðin í nýju útliti eru :<p>

1. Notendavænt<br>
2. Hraðvirkt<br>
3. Útlit<p>

<center><a href="http://www.hugi.is/img/nyr-hugi.gif“><img src=”http://www.hugi.is/img/nyr-hugi-thumb.gif“></a></center><p>

Við viljum biðja þig um að koma með tillögur að endurbætum og breytingum (algjörlega nýju þess vegna) eins lengi og það fyllir upp þessi 3 markmið. Stærri mynd og nánari útskýringar í getið þið séð hér nánar og smellt á myndina hér að ofan til að fá stærri mynd.

<p>
Þú getur smellt á myndina til að fá stærri mynd. Þetta er bara eitt litaþema, ég set kannski inn fleiri þemur.
<p>
Sem dæmi er núverandi útlit að meðaltali (fer eftir hvað er mikið efni í áhugmáli) að meðaltali 90 K, meira þegar þú ert loggaður inn. Síðan bætast oft við hinar og þessar myndir, sem hækka þessa tölu.
<p>
Nýja síðan sem þið sjáið hér er 40K HTML og 33K myndir. Þarf af eru 3 auglýsingarnar 30K. Þarna náðum við hluta af markmiði 3. Inn í það bætist við að kóðinn er hreinsaður til og gagnagrunnsfyrspurnir hreinsaðar líka. Hún aðlagar sig núna að stærð vafrans, ásamt því að töflum hefur verið fækkað til að vafrinn sé ekki lengi að birta síðuna (rendera) eftir að búið er að sækja hana. Við tókum út Layerin sem er til að breyta og er það núna eins slá í kubbinum. Hún birtist bara í egóinu og á þeim áhugamálum sem þú ert umsjónarmaður.
<p>
Notendavænni finnst okkur hann vera, en við það má alveg koma fram að þetta er ekki fallegasti vefurinn sem til er :-), enda er það markmið í 3. sæti. Ástæðan er ekki sú að við viljum hafa það þannig, heldur að hraði og notendavæni setur verulega takmörk á útlit.
<p>
Þessvegna viljum við sýna þér þetta og biðja þig um að koma með tillögur að útliti eða breytingum á því. Þú getur haft samband við mig á <a href=”mailto:nathan@simnet.is">nathan@simnet.is</a> og fengið HTML/Myndirnar ef þú vilt nota hann. Hann er reyndar ekki fínpússaður (enda Dreamweaver kóði) en hann er með uppbygginguna.
<p>
Þetta er tækifærið til að láta Huga vera eins og þig langar. Vona að þú nýtir það :-)