Ég er svona að velta fyrir mér þessu með byrjendurnar. Núna stendur yfir könnun sem spyr hvort það eigi að vera sér korkur fyrir þá.

Byrjendur eru bara af hinu góða. Þegar byrjendur eru inn á vefsíðugerð vaknar áhugamálið við, því fleiri spurningar vakna og oft kemur upp mikil umræða varðandi hvernig eigi að leysa ákveðið vandamál.

Þrátt fyrir það finnst mér eiginlega vera komin korkur fyrir þá: HTML (byrjendur eru ekki í miklu öðru en html-i) og Spurningar og Svör (þú mátt spyrja um allt mögulegt).

Hvað segiði, kommentið eins og brjálæðingar…<br><br>kv.
ask