Mig vantar smá aðstoð.
Þannig er að ég þarf að setja á síðu upplýsingar um hversu margar skráningar eru komnar á einhvern ákveðinn viðburð.
Í grunni hefur viðburðurinn númer. Síðan er dálkur í sömu töflu sem skráir hversu margir eru búnir að skrá sig.
Vandamálið er IF skipunin.
Ef fjöldi skráðra þátttakenda fer yfir ákveðið þá á að birtast text sem segir að búið sé að loka fyrir skráningu á þennan tiltekna viðburð.
Er einhver sem áttar sig á hvað ég er að meina?