Ég er að reyna að fá upplýsingar upp úr mysql grunninum eftir upphafsstaf. t.d. allt sem byrjar á “a…” (anna, arnar..) eða “á…” (ágúst, árni..).

Vandamálið er að MySQL virðist ekki gera neinan greinamun á milli:
“select * from simaskra where nafn like ‘a%’” eða
“select * from simaskra where nafn like ‘á%’”

Fyrst koma nöfnin með “Á” og síðan “A”..
(Sama gildir um “ó” vs. “o” og fleiri sérísl. tákn).

Einhverjar hugmyndir með leiðir framhjá þessu ?
Ég myndi vilja aðgreina nöfn sem byrja á “Á” frá þeim sem byrja á “A”.

Takk takk!