Ég er að byggja vefsetur og nota til þess apache 2.0.52, tomcat 5.5.4 og php 5.0.2. á windows xp proffessional stýrikerfinu.

Hluti af vefsetrinu byggir á jsp og servlet tækninni en hluti á php tækninni t.d. Gallery myndaalbúm og phpbb spjallræðir.
Ég hef smíðað þetta, sett saman og þetta keyrir ágætlega á localhost.

Vandamálið sem ég glími við er að skrúfa þetta allt saman á servernum og láta vefsetrið keyra á http://www.léniðmitt.is.

Þegar ég keyri vefsetrið á t.d. “http://localhost/forum/index.php” virkar þetta eins og það á að gera en ef ég deploya þessu á Apache og keyri á http://www.léniðmitt.is/forum/index.php þá virkar þetta ekki.

Ég held að vandamálið tengist að miklu leiti skilgreiningu á virtual host en ég hef ekki með nokkru móti tekist að leysa það mál. Ég vona því að einhver sérfræðingurinn á Huga geti hjálpað mér í gegn um þenna hjalla.

Uppsetningin hjá mér er þessi: php forritin eru staðsett í möppunni \htdocs á apache servernum sem keyrir á port 80. jsp og servlet forritin eru í möppunni \webapps á Tomcat sem keyrir á port 8080.

Ég er búinn að fara víða um netið og dettur helst í hug að þetta sé tengt virtual host á Apache eða Tomcat en því miður hefur mér ekki enn tekist að ráða fram úr þessu.

Ég yrði mjög þakklátur ef einhver sem þekkir betur til þessara mála en ég sé tilbúin að aðstoða mig við þetta.

Með fyrirfram þökk
scuba