Ég á hérna í frekar súru veseni með að vinna vefsíður á makkanum mínum. Þannig stendur á að ekkert af forritunum sem ég hef prófað leyfir mér að nota íslenska stafi.
Ég hef verið að nota forrit sem að heitir Web Design núna undanfarið, en það leyfir mér ekki að gera kommustafi (áéíóúý), og þegar ég ýti á “þ” eða “ð”, þá kemur kóðinn fyrir það (;aeth eitthvað) og gerir mér erfitt fyrir að lesa yfir það sem ég hef skrifað. Hingað til hef ég leyst vandann með því að skrifa og kóða allt í Microsoft Word og paste-a svo bara yfir í Web Design.

Áður en ég fékk nýjan makka, þá notaði ég DreamWeaver og er líka með hann hérna á makkanum, en hann lætur enn verr en Web Design. Þegar ég oppna HTML skjal með honum þá breytir hann sjálfkrafa íslensku stöfunum í eitthverja bókstafi sem að ég vissi ekki einu sinni að væru til, og þannig verða þeir þegar ég skoða síðuna í browser seinna.

Er til eitthvað meðal við þessu?