Sælir, ég las greinina eftir Sigurdss0n um Pop up glugga og ákvað að nota þessa aðferð í að opna nýja glugga í staðinn fyrir target=“_blank” og það virkaði, allavega á meðan ég var bara með eina stærð af pop up.
Nú er málið þannig að ég þarf að fá mismunandi popups, t.d. einn popup sem er í stærðinni 150*100 px eða eitthvað álíka og enginn scrollbar. Svo þarf ég að fá annan popup sem á að virka alveg í staðinn fyrir target=“_blank” til að hafa síðuna XHTML Strict valid.

Ég prófaði að bæta við öðru function í head tagið og hafa name á báðum föllunum en það virkar ekki.


Til að geta skiljið þetta betur farið þá á www.smari.mullog.com
Annað functionið á að opna tenglana hægra megin í nýjum glugga, alveg eins og target=“_blank” en svo á þarf ég að fá annað function sem á að opna popup á síðunni Myndasögur sem opnar popup í ákveðinni stærð.

Vonandi skiljið þið hvað ég meina.
- Á huga frá 6. október 2000