Sælir hugarar

Ég hef verið að nota Access gagnagrunn á ASP síðum. Af “hýsingarlegum ástæðum” er ég að spá í að breyta yfir í MSDE.
Er það mikið mál? Uppá ASP kóðann, er það bara tengingin við grunninn sem ég þarf að breyta?

Ég þarf væntanlega að installa þessu MSDE í tölvuna, hvar er best að gera það?
uuu svona til að hafa það á hreinu….er MSDE ekki bara það sama og MS SQL eða?

Hver er helsti munurinn á þessum gagnagrunnum?
Hvað hefur MSDE fram yfir Access?

kveðja
maxbox