Ég var að velta því fyrir mér hvort það væru einhver vandræði með Sessions á PHP/IIS.

Málið er það að ég var að gera skriftu sem er í megindráttum svona:
session_start();
$_SESSION = array();
unset($_COOKIE[session_name()]);
session_destroy();

Þetta ætti að eyða og núlla allar session breytur en gerir það hinsvegar ekki þannig að mér datt í hug hvort þetta væri einhver galli í IIS sem væri að valda þessu.

Hýsingaraðilli fyrirtækisins sem ég vinn fyrir er með allt sitt á IIS þannig að það er bara síðasta sort að segja þeim að skipta um hýsingaraðila.