Ég tel mig vera þokkalega færan í html, og nú er svo komið að ég vil gera meira, þá er ég að tala um PhP, Asp, Mysql og hvað þetta allt heitir. Ég hef verið að reyna finna á netinu leiðbeiningar og finn fullt af slíku, EN vandamálið er að allar þessar leiðbeiningar byggja á því að maður sé kominn á skrið í lærdómi. Það sem mig vantar að vita er t.d. er ég að fá það sem ég þarf hjá internetþjónustunni (í mínu tilfelli simnet) og hvað þarf ég að gera til að byrja, þarf ég að borga meira fyrir hýsingu á gagnagrunni. Maður sér það víða hjá erlendum hýsingaraðilum að allt er innifalið í hýsingunni (sem oft er á mjög góðu verði) og í lokin veit einhver um góðar leiðbeiningar fyrir algjöra byrjendur.