Hefur það komið fyrir þig að þú “læsist” inni á síðu. Með því að fara inn á sumar síður ert þú komin(n) í pirrandi vandræði þ.e. þér líkar ekki þessi síða svo þú ýtir á BACK takkann en hann virkar ekki. Ég veit t.d. um eina slíka síðu sem er:

http://www.rottuholan.f2s.com

Þetta er vegna þess að hann/hún hefur forsíðu sem er áframsend á næstu síðu. En það er þó til leið til að fara til baka (allavega á Microsoft Internet Explorer). Hún er að smella á örina við hliðina á BACK takkanum og velja Hugi - Vefsíðugerð sem er efst á listanum.