Ég er núna búinn að vera setja inn Apache og búinn að fylgja inn öllum leiðbeiningum sem þeim fylgir.

Vandamál mitt felst í því að ég skil ekki alveg hvernig á að nota þetta og hef ég nokkrar spurningar varðandi það efni.

1. Þarf ég að vera með tölvu tengda við netið allan sólarhringinn?

2. Ég nota tölvu í skólanum sem ég er í og nota þráðlausa netið þar. Þegar ég geri http://localhost kemur bara upp síða frá skólanum. Get ég gert eitthvað annað? Ég er búinn að prófa að gera http://ip_talan_mín en þá kemur bara eins og það sé ekki til.

3. Get ég farið á einhverja síðu með nánari leiðbeiningum um notkun php og Apache? (ég er búinn að installa Apache og öllu því)