Þegar ég var að gera Kasmír-síðu þá vildi ég hafa töflu í henni. Töflubankinn var ekki að gera góða hluti þar sem það var bara hægt að hafa einn dálk í hverri töflu (ef það er hægt að hafa fleiri þá sá ég ekki hvernig). Ég gerði hana því í HTML. Þá kom í ljós að á undan töflunni var fullt af auðum línum, ein fyrir hverja línu í töflunni, sem engin leið er að losna við. Ef ég ‘valdi’(blokkaði) þessar auðu línur þá blokkaðist taflan líka. Pirrandi hlutur.